Skip to main content

Allir notendur á innanverðu Héraði aftur komnir með rafmagn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. jún 2023 14:30Uppfært 07. jún 2023 14:30

Allir notendur á innanverðu Héraði eiga að vera komnir með rafmagn á ný eftir rafmangsleysi sem varð við bilun í aðveitustöð við Eyvindará.


Rafmagn fór af Völlum, Hallormsstað, Skriðdal og Fljótsdal um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik kom upp bilun í aðveitustöð við Eyvindará í streng sem liggur að Grímsárvirkjun.

Smá tíma tók að finna bilunina og byggja upp spennu aftur. Um klukkan 14:15 áttu allir notendur að vera komnir með rafmagn aftur.