Skip to main content

Allir vegir færir á Austurlandi en hálka og snjóþekja víðast hvar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. feb 2022 09:58Uppfært 08. feb 2022 09:59

Fært er orðið á öllum vegum austanlands eftir óveður gærdagsins en snjóþekja og hálka á þeim flestum og skafrenningur vandamál á köflum.

Velflestum vegum í fjórðungnum var lokað í gærmorgunn í öryggisskyni vegna óveðursins. Mokstur hófst á helstu leiðum um miðbik dags í gær og náðist að opna allar helstu leiðir síðdegis.

Sama staða er uppi á teningnum á vegum Norðaustanlands. Töluverð hálka og snjóþekja og þá er vegurinn um Hólasand ófær með öllu.

Óvissustig er á nokkrum leiðum eftir því sem norðar dregur og þá er snjóflóðahætta á köflum líka.