Skip to main content

Allir verða gulir og glaðir í Neskaupstað 1. júlí

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. jún 2023 12:09Uppfært 15. jún 2023 12:11

Gestum í Neskaupstað þann 1. júlí næstkomandi gæti brugðið nokkuð í brún ef fram fer sem horfir því þar verður varla þverfótað fyrir gulum og glöðum heimamönnum. Þann dag fagnar nefninlega íþróttafélagið Þróttur hundrað ára afmæli. Til samanburðar er enn eitt ár í að Höttur á Egilsstöðum fagni fimmtugsafmælinu.

Hundrað ár sannarlega stór áfangi að fagna og undirbúningur fyrir góðan dag er þegar hafinn en íþróttafélagið hefur undanfarið gefið öllum leikskóla- og grunnskólanemum í bænum heiðgula treyju Þróttar í boði SÚN. Hugmyndin er að hátíðisdaginn sjálfan verði flestir, ef ekki allir, klæddir búningi félagsins að sögn Petru Lindar Sigurðardóttur, formanns Þróttar.

„Við fengum þennan góða styrk frá SÚN og höfum þegar dreift treyjum félagsins til allra leikskólabarnanna hér í bænum við góðar undirtektir. Grunnskólanemar fá einnig afhenda treyju en við náðum ekki að afhenda þær fyrir skólalok svo treyjur verður hægt að nálgast í kaffistofu Súnbúðarinnar síðar í dag fyrir þá sem enn vantar. Því fleiri sem verða gulir og glaðir afmælisdaginn því gleðilegri verður dagurinn.“

„mála“ bæinn þannig gulan er fjarri því það eina sem íþróttafélagið ætlar að gera til að fagna þessum stóra áfanga en dagskráin er enn að hluta til í vinnslu og verður kynnt formlega á næstu dögum.

Krökkunum á leikskólanum Eyrarvöllum leiddist hreint ekki að fá gefins Þróttaratreyju og klæddust þeim öll sem eitt. Mynd aðsend.