Allt björgunarlið á Austurlandi kallað út vegna göngufólks á Búlandstindi
Í kjölfar óskar um aðstoð í gærkvöldi frá ferðafólki sem hélt í gönguferð á Búlandstind við Djúpavog snemma í gærdag voru allar björgunarsveitir Austurlands ræstar út því ljóst þótti að sérhæft fjallabjörgunarfólk þyrfti til verkefnisins. Liðsmenn björgunarsveitarinnar Báru á Djúpavogi fundu fólkið þó tiltölulega fljótlega og þeim fylgt niður.
Neyðarlínunni barst kallið snemma kvölds í gær en göngufólkið hafði áætlað að ganga upp þetta tigna fjall snemma í gærmorgunn og vera komin til baka fljótlega eftir hádegið. Klukkan 20 í gærkvöldi var fólkið enn í fjallinu og taldi sig þurfa aðstoð til að komast til baka.
Í fyrstu fóru björgunarsveitarmenn Báru af stað en sökum þess hve bratt er víðast hvar í Búlandstindinum þótti ráðlegt að kalla til allar aðrar björgunarsveitir Austurlands því útlit var fyrir að sérhæft fjallabjörgunarfólk þyrfti til björgunar. Með aðstoð dróna sem fann fólkið varð þó fljótt ljóst að ekki þyrfti sérhæfa einstaklinga til björgunar og var það útkall því afturkallað.
Héldu sex einstaklingar björgunarsveitinni Báru til fólksins og fylgdu öllum til bæjar vandræðalítið. Einn úr gönguhópnum þurfti þó að fá aðhlynningu á heilsugæslu Djúpavogs vegna falls í ferðinni. Var aðgerðum björgunarsveitarinnar lokið laust fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Töluvert bratt er uppgöngu á hið þekkta fjall Búlandstind við Djúpavog en betur fór á en fyrst horfðist þegar gönguhópur lenti þar í vandræðum í gærdag. Mynd Visit Austurland