Allt nýja stofnféð úr Fjarðabyggð

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar er lokið. Nýtt stofnfé, ríflega 250 milljónir króna, kom allt úr Fjarðabyggð.

 

sparisjodur_norrdfjardar.jpg„Sú aðgerð sýndi eindreginn stuðning heimamanna við Sparisjóðinn en nýja stofnféð kom allt frá aðilum í Fjarðabyggð,“ segir í tilkynningu frá sjóðnum.

Þeir aðilar sem koma að endurskipulagningunni eru auk Seðlabankans, Byggðastofnun, sveitarfélagið Fjarðabyggð, fyrirtæki og einstaklingar í Fjarðabyggð.  Stofnfjárhlutir Seðlabankans og Byggðastofnunar verða framseldir til Bankasýslu ríkisins sem mun fara með 49% eignarhlut í sjóðnum.

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar verður haldinn í lok mánaðarins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.