Skip to main content

Allt nýja stofnféð úr Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. ágú 2010 23:26Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar er lokið. Nýtt stofnfé, ríflega 250 milljónir króna, kom allt úr Fjarðabyggð.

 

sparisjodur_norrdfjardar.jpg„Sú aðgerð sýndi eindreginn stuðning heimamanna við Sparisjóðinn en nýja stofnféð kom allt frá aðilum í Fjarðabyggð,“ segir í tilkynningu frá sjóðnum.

Þeir aðilar sem koma að endurskipulagningunni eru auk Seðlabankans, Byggðastofnun, sveitarfélagið Fjarðabyggð, fyrirtæki og einstaklingar í Fjarðabyggð.  Stofnfjárhlutir Seðlabankans og Byggðastofnunar verða framseldir til Bankasýslu ríkisins sem mun fara með 49% eignarhlut í sjóðnum.

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar verður haldinn í lok mánaðarins.