Allt útlit fyrir verkfall bræðslumanna í kvöld
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. feb 2011 09:14 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Allt útlit er fyrir að starfsmenn fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi
leggi niður vinnu klukkan hálf átta. Sáttafundir halda áfram í dag.
Segja má að verkfallið sé þegar hafið þar sem loðnuflotinn er kominn til
hafnar.
Félagsmenn Afls starfsgreinafélags samþykktu vinnustöðvunina með 78% atkvæða í atkvæðagreiðslu í seinustu viku. Samninganefndir bræðslumanna og Samtaka atvinnulífsins sátu á fundi fram á kvöld og nýr fundur hefur verið boðaður í dag.
Segja má að verkfallið sé þegar hafið þar sem stór hluti loðnuveiðiflotans er kominn til hafnar. Aðalsteinn Jónsson landaði tæplega 700 tonnum á Eskifirði í gær og fyrir helgi kom Jón Kjartansson til hafnar með rúmlega 2300 tonn. Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK lönduðu á Norðfirði á föstudag.
Um hálfur mánuður er eftir af loðnuvertíðinni en verðmætasti hluti aflans er enn í sjó. Færeysk og norsk verkalýðssambönd hafa lýst yfir stuðningi við íslensku bræðslumennina og útlit er fyrir löndunarbann á íslensk loðnuveiðiskip í löndunum á meðan verkfalli stendur.
Segja má að verkfallið sé þegar hafið þar sem stór hluti loðnuveiðiflotans er kominn til hafnar. Aðalsteinn Jónsson landaði tæplega 700 tonnum á Eskifirði í gær og fyrir helgi kom Jón Kjartansson til hafnar með rúmlega 2300 tonn. Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK lönduðu á Norðfirði á föstudag.
Um hálfur mánuður er eftir af loðnuvertíðinni en verðmætasti hluti aflans er enn í sjó. Færeysk og norsk verkalýðssambönd hafa lýst yfir stuðningi við íslensku bræðslumennina og útlit er fyrir löndunarbann á íslensk loðnuveiðiskip í löndunum á meðan verkfalli stendur.