Alvarlegt vélsleðaslys í Fáskrúðsfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. mar 2022 11:08 • Uppfært 07. mar 2022 11:40
Karlmaður slasaðist illa á fæti í vélsleðaslysi í Fáskrúðsfirði á föstudagskvöldið var. Var maðurinn fluttur með sjúkraflugvél til Akureyrar þar sem hann gekkst undir aðgerð sem tókst vel.
Tildrög slyssins eru óljós en maðurinn var ásamt fleirum í vélsleðaferð í Eyrarskarði við Hoffell þegar slysið átti sér seint á föstudaginn. Gekk nokkuð vel að koma manninum til aðstoðar og norður í land í aðgerð en það vildi svo vel til að þyrla sem var að aðstoða við skíða- og brettahátíðina Austurland Freeride Festival á Eskifirði gat orðið við neyðarkalli og komið manninum niður úr skarðinu.
Samkvæmt síðustu upplýsingum lögreglu tókst aðgerð á fæti mannsins vel og hann allur að braggast.