Annar Fáskrúðsfirðingurinn í röð kosinn formaður ungra framsóknarmanna
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. jan 2013 17:05 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Fáskrúðsfirðingurinn Hafþór Eide Hafþórsson var um síðustu helgi kosinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á sambandsþingi hreyfingarinnar sem haldið var í Reykjavík. Hann tekur við af öðrum Fáskrúðsfirðingi, Ástu Hlín Magnúsdóttur, sem gegnt hafði embættinu í ár.
Hafþór Eide er 22 ára nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur setið í varastjórn SUF síðasta ár og gengt trúnaðarstörfum innan Framsóknarflokksins.
„Við viljum tala fyrir því að allar hugmyndir að lausnum mála verði skoðaðar óháð pólitískum uppruna. Við munum leggja áherslu á bætt vinnubrögð og leggja okkar að mörkum að bæta umræðuhefðina sem hefur skapast í íslenskum stjórnmálum,“ segir Hafþór.
Aðrir í stjórn SUF úr Norðausturkjördæmi eru Guðmundur Gíslason, Örvar Jóhannsson og í varastjórn Ásta Hlín Magnúsdóttir, Aðalbjörn Jóhannsson og Aðalheiður Björt Unnarsdóttir.