Annar hluti Efri-Jökuldalsvegar í formlegt útboð

Síðla sumars 2022 var lokið við uppbyggingu fyrsta veghluta af þremur alls á Jökuldalsvegi frá Hringveginum og að hinum vinsæla ferðamannastað Stuðlagili í Efri-Jökudal. Nú er komið að útboði á öðrum hlutanum.

Vegagerðin auglýsti formlegt útboð fyrir skömmu á þessum öðrum hluta sem nær frá Arnórsstöðum og að Langagerði fyrir þá sem til þekkja eða alls um 4,6 kílómetra kafla. Útboðsgögn verða opnuð á þriðjudag í næstu viku. Ráð er fyrir gert að vinna hefjist strax með vorinu og ljúki eigi síðar en í byrjun júlí 2025. Skal endurbyggja núverandi veg á öllum vegkaflanum og lagfæra plön og hæðarlegu vegarins á tilteknum köflum. Að því loknu verður búið að endurnýja og betrumbæta tvo þriðju leiðarinnar að langvinsælasta ferðamannastað Austurlands.

Ekkert liggur fyrir um hvenær þriðji og síðasti áfanginn alla leið að Stuðlagili sjálfu verður boðinn út en þar um að ræða kringum sex til sjö kílómetra langan veg sem verður þá síðasti spottinn að vinsælum útsýnispallinum við bæinn Grund.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.