Skip to main content

Ásgrímur Ingi áfram skólastjóri í Brúarási

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. apr 2022 12:36Uppfært 26. apr 2022 12:36

Ásgrímur Ingi Arngrímsson hefur verið ráðinn sem skólastjóri Brúarásskóla en hann hefur gegnt stöðunni til bráðabirgða undanfarin tvö ár.


Staðan var auglýst laus til umsóknar fyrir páska eftir að Stefanía Malen Stefánsdóttir, sem verið hefur í leyfi, ákvað að segja starfi sínu lausu.

Tvær umsóknir bárust. Annars vegar frá Ásgrími Inga sem gegnt hefur starfinu í fjarveru Stefaníu, hins vegar frá Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur, kennara.

Í tilkynningu frá Múlaþingi segir að gengið hafi verið til samninga við Ásgrím Inga. Hann er þar boðinn velkominn í varanlega stöðu um leið og Stefaníu Malen eru þökkuð „afar farsæl störf um langt árabil“ og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.