Skip to main content

Auglýst eftir bæjarstjóra í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. jún 2010 12:06Uppfært 08. jan 2016 19:21

Starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð er auglýst í Morgunblaðinu í dag.  Umsóknarfrestur er til 4. júlí.

fjardabyggd_pult.jpgUmsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf umsækjenda þar sem hann gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfi sitt í starfið.

Helstu verkefni bæjarstjóra Fjarðarbyggðar sem tilgreind eru í umsókninni eru.  Yfirumsjón með rekstri sveitarfélagsins, yfirumsjón með stefnumótum og áætlanagerð, náið samstarf við bæjarstjórn og undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs, ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar, ásamt samskiptum við stofnanir fyrirtæki samtök og íbúa.

Hæfniskröfur sem tilgreindar eru. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, reynsla af stjórnun og rekstri, þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og störfum á sveitarstjórnarstigi er kostur, háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði.