Auglýst eftir bæjarstjóra í Fjarðabyggð

Starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð er auglýst í Morgunblaðinu í dag.  Umsóknarfrestur er til 4. júlí.

fjardabyggd_pult.jpgUmsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf umsækjenda þar sem hann gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstyður hæfi sitt í starfið.

Helstu verkefni bæjarstjóra Fjarðarbyggðar sem tilgreind eru í umsókninni eru.  Yfirumsjón með rekstri sveitarfélagsins, yfirumsjón með stefnumótum og áætlanagerð, náið samstarf við bæjarstjórn og undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs, ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar, ásamt samskiptum við stofnanir fyrirtæki samtök og íbúa.

Hæfniskröfur sem tilgreindar eru. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, reynsla af stjórnun og rekstri, þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og störfum á sveitarstjórnarstigi er kostur, háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.