Skip to main content

Aukin veiði í Selá 2022 en undir meðallagi til lengri tíma litið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. sep 2023 10:55Uppfært 13. sep 2023 10:56

Sumarið 2022 varð töluverð aukning veiði í Selá í Vopnafirði frá árinu áður en þá veiddust alls 1164 laxar. Það engu að síður töluvert undir meðalveiðinni í ánni síðan um aldamót þegar meðalveiðin var kringum 1550 laxar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Haf- og vatnarannsóknarsviðs Hafrannsóknarstofnunar sem rannsakaði sérstaklega fiskistofna í nokkrum vatnaám á Norðausturlandi 2022.

Niðurstöðurnar birtust fyrir skömmu en notast var við bæði fiskiteljara í ánni sem og rafveitt bæði ofan og neðan við Efrifoss en þar skiptist áin í Efri- og Neðri Selá. Þá var hitastig árinnar sömuleiðis mælt.

Í ljós kom að fimm árgangar laxaseiða veiddust bæði fyrir ofan Efrifoss og neðan og fundust seiði á öllum mælistöðum nema allra efst í ánni. Lítið eitt veiddist líka af urriða og bleikju en miðað við veiðitölur var veiðiálag á þá fiska afar lítið. Bleikjuseiði voru jafnframt algeng á velflestum mælistöðum en eftir því var tekið að meðallengd þeirra urriðaseiða sem fundust var undir meðallengd síðustu fimmtán ára.

Af þeim 1164 löxum sem veiddir voru sumarið 2022 var 1143 þeirra sleppt aftur sem samsvarar 98 prósenta sleppingu. Reiknað hefur verið út að 23 prósent slepptra laxa veiðist aftur og miðað við þær forsendur veiddust 885 laxar án sleppinga og viðbótin séu 262 laxar sem veiddust oftar en einu sinni.

Laxveiði í Selá síðustu ár hefur meira eða minna verið nokkuð undir meðalveiði frá aldamótum. Mynd Six Rivers Foundation