Austfirðingum fjölgaði á áratugnum
Austfirðingum fjölgaði um tæplega níu hundruð manns á nýliðnum áratug.
Eftir mikla fjölgun á tímum þennslu og stórframkvæmda virðist þeim aftur
fara fækkandi.
Íbúar á Austurlandi miðað við svæði SSA, frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepp, voru 9.321 árið 2001 en voru 10.190 í desember síðastliðnum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fjölgunin er upp á 869 íbúa.
Flestir urðu Austfirðingar árið 2006, 13.164 en fæstir árið 2002, 9.288. Mismunurinn þar er tæplega fjögur þúsund manns en fjöldi erlenda verkamanna voru skráðir til heimilis á svæðinu á tímum stóriðjuframkæmda. Íbúarnir á svæðinu nú eru samt færri en þeir voru um miðjan tíunda áratuginn.
Fjölgunin er bundin við tvö sveitarfélög, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð, sem eru í miðju aðaláhrifasvæði framkvæmdanna. Íbúum á Fljótsdalshéraði hefur fjölgað um rúmlega sex hundruð en tæplega 600 í Fjarðabyggð.
Hlutfallslega hefur Breiðdalsvík orðið verst úti, þaðan hefur um fjórðungur íbúa farið á áratugnum. Tæp fjórtán prósent hafa yfirgefið Seyðisfjörð og Djúpavog.
| Sveitarfélag |
2010 | 2001 |
Breyting |
% |
| Vopnafjarðarhreppur |
670 |
742 |
-72 |
-10% |
| Seyðisfjörður |
669 |
773 |
-104 |
-13,5% |
| Fjarðabyggð |
4.573 |
3.982 |
+591 |
+15% |
| Fljótsdalshreppur |
79 |
82 |
-3 |
-3,6% |
| Borgarfjarðarhreppur |
140 |
150 |
-10 |
-6,7% |
| Fljótsdalshérað |
3.406 |
2.800 |
+606 |
+21,6% |
| Breiðdalshreppur |
205 |
271 |
-66 |
-24,6% |
| Djúpavogshreppur |
448 |
521 |
-73 |
-14% |
| Alls |
10.190 |
9.321 |
+869 |
-9,3% |