Austfirðingum fjölgaði á áratugnum

ormsteiti_dagur1_0003_web.jpgAustfirðingum fjölgaði um tæplega níu hundruð manns á nýliðnum áratug. Eftir mikla fjölgun á tímum þennslu og stórframkvæmda virðist þeim aftur fara fækkandi.

 

Íbúar á Austurlandi miðað við svæði SSA, frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepp, voru 9.321 árið 2001 en voru 10.190 í desember síðastliðnum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fjölgunin er upp á 869 íbúa.

Flestir urðu Austfirðingar árið 2006, 13.164 en fæstir árið 2002, 9.288. Mismunurinn þar er tæplega fjögur þúsund manns en fjöldi erlenda verkamanna voru skráðir til heimilis á svæðinu á tímum stóriðjuframkæmda. Íbúarnir á svæðinu nú eru samt færri en þeir voru um miðjan tíunda áratuginn.

Fjölgunin er bundin við tvö sveitarfélög, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð, sem eru í miðju aðaláhrifasvæði framkvæmdanna. Íbúum á Fljótsdalshéraði hefur fjölgað um rúmlega sex hundruð en tæplega 600 í Fjarðabyggð.

Hlutfallslega hefur Breiðdalsvík orðið verst úti, þaðan hefur um fjórðungur íbúa farið á áratugnum. Tæp fjórtán prósent hafa yfirgefið Seyðisfjörð og Djúpavog.

Sveitarfélag
2010 2001
Breyting
%
Vopnafjarðarhreppur
670
742
-72
-10%
Seyðisfjörður
669
773
-104
-13,5%
Fjarðabyggð
4.573
3.982
+591
+15%
Fljótsdalshreppur
79
82
-3
-3,6%
Borgarfjarðarhreppur
140
150
-10
-6,7%
Fljótsdalshérað
3.406
2.800
+606
+21,6%
Breiðdalshreppur
205
271
-66
-24,6%
Djúpavogshreppur
448
521
-73
-14%
Alls
10.190
9.321
+869
-9,3%

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.