Austfirskir þjófar handteknir
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. jan 2011 14:22 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Lögreglan á Eskifirði handtók í gær nokkra aðila í tengslum við
rannsóknir innbrota og þjófnaða, sem framin hafa verið í umdæminu og
víðar undanfarnar vikur. Málin teljast nú upplýst og hinum handteknur
hefur verið sleppt.
Þjófarnir brutust inn og stálu á Hótel Capitano í Neskaupstað, í lóðsbátnum Vetti á Reyðarfirði, skemmu Skógræktar ríksins á Hallormsstað, vörugám á Egilsstöðum og hjá Gámafélaginu á Reyðarfirði.
Þjófarnir brutust einnig inn í sumarbústað í landi Úlfsstaða á Fljótsdalshéraði og reyndu að komast inn í annan en eins og Agl.is hefur greint frá var þaðan stolið hraðsuðukatli um áramótin. Þjófarnir stálu einnig vörum og kortaveski frá viðskiptavini Krónunnar á Reyðarfirði og misnotuðu viðskiptakort olíufélags.
Þjófarnir brutust einnig inn í sumarbústað í landi Úlfsstaða á Fljótsdalshéraði og reyndu að komast inn í annan en eins og Agl.is hefur greint frá var þaðan stolið hraðsuðukatli um áramótin. Þjófarnir stálu einnig vörum og kortaveski frá viðskiptavini Krónunnar á Reyðarfirði og misnotuðu viðskiptakort olíufélags.