Skip to main content

Austfirskt byggðasamlag um félagsþjónustu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. apr 2010 18:01Uppfært 08. jan 2016 19:21

Samþykkt var að stofna eitt austfirskt byggðasamlag utan um félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða á aukaaðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á Fáskrúðsfirði í dag.

 

Áfram verða skilgreind tvö þjónustusvæði. Málefni fatlaðra flytjast frá ríki til sveitarfélaga um næstu áramót.

Hugmyndir eru um að fleiri verkefni, meðal annars á sviði heilbrigðis- og menntamál, verði síðar færð undir byggðasamlagið.