Skip to main content

Austurglugginn auglýsir eftir ritstjóra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. jún 2010 11:33Uppfært 08. jan 2016 19:21

Héraðsfréttablaðið Austurglugginn auglýsir eftir ritstjóra í Morgunblaðinu í dag.  Steinunn Ásmundsdóttir núverandi ritstjóri mun samkvæmt því hætta á blaðinu 1. september næstkomandi.

Í auglýsingunni segir að starfið felist í skrifum, umsjón með rituðu máli og stefnumótun, krafist er góðrar íslenskukunnáttu og sjálfstæði í starfi.  Starfsstöð ritstjóra verður á Reyðarfirði og ráðið verður í starfið frá og með 1. september.