Austurland með fæsta einstaklinga í einangrun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. jan 2022 11:24 • Uppfært 28. jan 2022 11:24
Alls eru 46 einstaklingar í einangrun á Austurlandi. Þetta er minnsti fjöldinn á landsvísu. Næst á eftir kemur Norðurland vestra með 48 einstaklinga í einangrun.
Þetta kemur fram á vefsíðunni covid.is. Verulega hefur fækkað í einangrun á Austurlandi milli daga eða úr 65 og í 46.
Sömu sögu er að segja af einstaklingum í sóttkví en tölur um þá eru birtar að nýju. Á Austurlandi eru aðeins 27 í sóttkví en fyrir ekki svo löngu voru þeir yfir 200 talsins. Næst á eftir koma Vestfirðir þar sem 29 eru í sóttkví.
Alls greindust 1.213 með COVID innanlands í gær. Af þeim voru 50% í sóttkví við greiningu
Sömu sögu er að segja af einstaklingum í sóttkví en tölur um þá eru birtar að nýju. Á Austurlandi eru aðeins 27 í sóttkví en fyrir ekki svo löngu voru þeir yfir 200 talsins. Næst á eftir koma Vestfirðir þar sem 29 eru í sóttkví.
Alls greindust 1.213 með COVID innanlands í gær. Af þeim voru 50% í sóttkví við greiningu