Axel Örn sveitarstjóri til bráðabirgða

Axel Örn Sveinbjörnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, verður tímabundið sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt hefur verið að auglýsa starfið.

Tillaga um að auglýsa eftir sveitarstjóra var samþykkt á fundi hreppsráðs í gær. Fyrr í þessari viku var tilkynnt um að Sara Elísabet Svansdóttir myndi í dag láta af störfum en hún hefur verið sveitarstjóri síðan í febrúar 2020.

Í orðsendingu sem hún sendi frá sér segir hún að þótt starfið hafi verið gefandi hafi álagið verið farið að segja til sín og þetta því bestu niðurstöðuna.

Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudegi var samþykkt að Axel Örn, sem oddviti, tæki að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið þar til nýr einstaklingur hefði verið ráðinn í starfið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.