Axel Örn sveitarstjóri til bráðabirgða
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. mar 2024 09:28 • Uppfært 08. mar 2024 09:28
Axel Örn Sveinbjörnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, verður tímabundið sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt hefur verið að auglýsa starfið.
Tillaga um að auglýsa eftir sveitarstjóra var samþykkt á fundi hreppsráðs í gær. Fyrr í þessari viku var tilkynnt um að Sara Elísabet Svansdóttir myndi í dag láta af störfum en hún hefur verið sveitarstjóri síðan í febrúar 2020.
Í orðsendingu sem hún sendi frá sér segir hún að þótt starfið hafi verið gefandi hafi álagið verið farið að segja til sín og þetta því bestu niðurstöðuna.
Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudegi var samþykkt að Axel Örn, sem oddviti, tæki að sér verkefni sveitarstjóra tímabundið þar til nýr einstaklingur hefði verið ráðinn í starfið.