Bæta þjónustu almenningssamgangna í Fjarðabyggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. feb 2022 08:40 • Uppfært 15. feb 2022 08:46
Frá og með þessari viku verða þrjár áætlunarferðir almenningsvagna á milli Breiðdals og Fáskrúðsfjarðar reglulegar og engin þörf á að bóka þjónustuna sérstaklega eins og áður.
Fjarðabyggð hefur gert breytingar á tímatöflum almenningssamgangna í sveitarfélaginu í því skyni að bæta þjónustuna en hluti ferða innan sveitarfélagsins hingað til hefur kallað á að áhugasamir bóki eða panti ferð sérstaklega með fyrirvara.
Það verður ekki raunin að öllu leyti eftirleiðis því nú eru þrjár ferðir á dag millli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar orðnar fastar áætlunarferðir en talsverð notkun hefur verið á þeirri leiðinni síðan núverandi kerfi var tekið upp.