Bætt afhendingaröryggi rafmagns til Seyðfirðinga

Breytingar sem gerðar hafa verið á stjórnbúnaði Fjarðarárvirkjana bæta til muna afhendingaröryggi rafmagns til íbúa og fyrirtækja í Seyðisfirði.

Sem mörgum er kunnugt keypti HS Orka báðar þær virkjanir Seyðfirðinga sem saman kallast Fjarðarárvirkjun á síðasta ári. Þar um að ræða Bjólfsvirkjun og Gúlsvirkjun. Í kjölfar þess hóf fyrirtækið, í samstarfi við RARIK, að uppfæra stjórnbúnað allan til nútímavegar og sökum þeirra breytinga hefur rafmagnsöryggi í bænum nú aukist til muna.

Hingað til hafa virkjanirnar aldrei verið beintengdar við bæinn og íbúar því þurft að reiða sig á rafmagnsflutninga með loftlínu frá Héraði yfir Fjarðarheiðina með tilheyrandi takmörkunum og hættu á rafmagnsleysi eða truflunum í ofsaveðrum.

Með breytingunum geta virkjanir Fjarðarár nú framleitt rafmagn beint inn á aðveitustöðina í Seyðisfirði ef bilun eða truflanir verða á landskerfinu. Það er gert með fjarstýringu kerfisins gegnum svokallaða eyju og virkjanirnar skila rafmagni beint til bæjarbúa í takt við notkun á staðnum hverju sinni.

Verði bilun í landskerfinu eiga Seyðfirðingar eftirleiðis engu að síður að fá nægt rafmagn þegar á þarf að halda. Mynd HS Orka

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.