Skip to main content

Bætt við rýmingu á Fáskrúðsfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. mar 2023 12:18Uppfært 31. mar 2023 12:20

Veðurstofan hefur fyrirskipað rýmingu til viðbótar á húsum á Fáskrúðsfirði vegna ofanflóðahættum.


Um er að ræða hús utarlega í bænum á reit 6, þar á meðal hótelið.

Fulltrúar aðgerðastjórnar eru núna að fara milli húsa og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir.

Þetta eru húsin sem rýmd eru:
Skólavegur 10, 10a, 12, 14, 15, 16, 18
Hamarsgata 14, 15, 18, 23, 24, 25
Hafnargata 7, 8, 8a, 9 til 14 (Fosshótel)