Skip to main content

Íbúafundur á Stöðvarfirði: Þjóðveg eitt um firði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. ágú 2010 11:31Uppfært 08. jan 2016 19:21

ibuafundur_stodvarfirdi_0001_web.jpgStöðfirðingar vilja að þjóðvegur númer eitt, Hringvegur, verði færður af Breiðdalsheiði og niður á firði um Fagradal. Það sé ein af grunnstoðum þess að hægt sé að efla ferðaþjónustu á staðnum.

 

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fjölmennun íbúafundi á Stöðvarfirði í gærkvöldi. Þar segir:

„Íbúafundur haldinn á Stöðvarfirði 25. ágúst 2010, hvetur samgönguyfirvöld til að endurskoða legu Þjóðvegar 1 um Breiðdalsheiði með það í huga að færa hann á veginn um firði og Fagradal sem nú bera númerin 96 og 92. Öll rök hníga að færslu Þjóðvegar 1 um Fagradal hvort sem horft er til öryggis- eða byggðarsjónarmiða.

Ein af grunnstoðum þess að hægt sé að efla ferðamannaþjónustu á Stöðvarfirði er færsla þjóðvegarins.“