Íbúafundur á Stöðvarfirði í kvöld

stodvarfjordur2.jpgÍ kvöld klukkan 20:00, verður haldinn fundur á Veitingastofunni Brekkunni á horni Fjarðarbrautar og Bankastrætis á Stöðvarfirði um þau mál sem nú brenna á Stöðfirðingum.

 

Þar má nefna fyrirhugaða lokun banka og pósthúss á Stöðvarfirði, húsnæðiseklu og atvinnumál.

Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í uppbyggilegum samræðum um framtíð Stöðvarfjarðar en til fundarins verður boðið sérstaklega þingmönnum kjördæmisins, bæjarstjórn Fjarðabyggðar og fulltrúum Landsbankans og Íslandspósts.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.