Íbúafundur á Stöðvarfirði í kvöld
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. ágú 2010 09:40 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Í kvöld klukkan 20:00, verður haldinn fundur á Veitingastofunni
Brekkunni á horni Fjarðarbrautar og Bankastrætis á Stöðvarfirði um þau
mál sem nú brenna á Stöðfirðingum.
Þar má nefna fyrirhugaða lokun banka og pósthúss á Stöðvarfirði, húsnæðiseklu og atvinnumál.
Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í uppbyggilegum samræðum um framtíð Stöðvarfjarðar en til fundarins verður boðið sérstaklega þingmönnum kjördæmisins, bæjarstjórn Fjarðabyggðar og fulltrúum Landsbankans og Íslandspósts.