Skip to main content

Íbúafundur á Stöðvarfirði: Lokanirnar fordæmdar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. ágú 2010 00:05Uppfært 08. jan 2016 19:21

ibuafundur_stodvarfirdi_0053_web.jpgStöðfirðingar fordæma ákvörðun Landsbankans um að loka afgreiðslu bankans á staðnum. Þeir vilja að sveitarfélagið fjarðabyggð reyni að fá bankann og Íslandspóst til að endurskoða ákvarðanir sínar um lokanir.

 

Þetta kemur fram í ályktun sem fjölmennur íbúafundur samþykkti í kvöld. Um eitt hundrað manns mætti í veitingahúsið Brekkuna og troðfylltu salinn. Meðal gesta voru nokkrir þingmanna kjördæmisins og bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð.

Ályktun fundarins um Landsbankann og Íslandspóst er svohljóðandi:

„Íbúafundur, haldinn á Stöðvarfirði 25. ágúst 2010, fordæmir harðlega þá ákvörðun Landsbankans (NBI. hf) að loka útibúi sínu Stöðvarfirði. Með því lokast afgreiðsla Íslandspósts og þar meða hrakar þjónustunni í þorpinu meira en ásættanlegt getur talist.

Fundurinn skorar á yfirvöld að sjá til þess að fallið verðir frá þessari ákvörðun í nafni jöfnuðar og réttlætis.

Fundurinn skorar jafnframt á bæjarstjórn Fjarðabyggðar að hefja formlegar samningaviðræður við Landsbankann og Íslandspóst um að starfsemi viðkomandi fyrirtækja á Stöðvarfirði haldi áfram eins og verið hefur. Kannað verði vandlega hvernig bæjarstjórnin geti lagt málinu lið svo tryggja megi þá niðurstöðu.“