Íbúafundur á Stöðvarfirði: Lokanirnar fordæmdar

ibuafundur_stodvarfirdi_0053_web.jpgStöðfirðingar fordæma ákvörðun Landsbankans um að loka afgreiðslu bankans á staðnum. Þeir vilja að sveitarfélagið fjarðabyggð reyni að fá bankann og Íslandspóst til að endurskoða ákvarðanir sínar um lokanir.

 

Þetta kemur fram í ályktun sem fjölmennur íbúafundur samþykkti í kvöld. Um eitt hundrað manns mætti í veitingahúsið Brekkuna og troðfylltu salinn. Meðal gesta voru nokkrir þingmanna kjördæmisins og bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð.

Ályktun fundarins um Landsbankann og Íslandspóst er svohljóðandi:

„Íbúafundur, haldinn á Stöðvarfirði 25. ágúst 2010, fordæmir harðlega þá ákvörðun Landsbankans (NBI. hf) að loka útibúi sínu Stöðvarfirði. Með því lokast afgreiðsla Íslandspósts og þar meða hrakar þjónustunni í þorpinu meira en ásættanlegt getur talist.

Fundurinn skorar á yfirvöld að sjá til þess að fallið verðir frá þessari ákvörðun í nafni jöfnuðar og réttlætis.

Fundurinn skorar jafnframt á bæjarstjórn Fjarðabyggðar að hefja formlegar samningaviðræður við Landsbankann og Íslandspóst um að starfsemi viðkomandi fyrirtækja á Stöðvarfirði haldi áfram eins og verið hefur. Kannað verði vandlega hvernig bæjarstjórnin geti lagt málinu lið svo tryggja megi þá niðurstöðu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.