Íbúafundur um Norðfjarðargöng í kvöld
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, verður meðal gesta á íbúafundi um Norðfjarðargöng sem boðað hefur verið til í Egilsbúð kvöld.
Auk Ögmundar eru frummælendur Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, Freysteinn Bjarnason, stjórnarmaður í Síldarvinnslunni og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Orðið verður gefið laust að loknum erindunum og boðið upp á fyrirspurnir. Fundurinn verður í Egilsbúð og hefst klukkan 20:00.