Íbúafundur um Norðfjarðargöng í kvöld
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. mar 2011 11:11 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, verður meðal gesta á íbúafundi um
Norðfjarðargöng sem boðað hefur verið til í Egilsbúð kvöld.
Auk Ögmundar eru frummælendur Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, Freysteinn Bjarnason, stjórnarmaður í Síldarvinnslunni og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Orðið verður gefið laust að loknum erindunum og boðið upp á fyrirspurnir. Fundurinn verður í Egilsbúð og hefst klukkan 20:00.
Orðið verður gefið laust að loknum erindunum og boðið upp á fyrirspurnir. Fundurinn verður í Egilsbúð og hefst klukkan 20:00.