Banaslys á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. sep 2023 11:22 • Uppfært 04. sep 2023 11:24
Kona á þrítugsaldri lést í nótt eftir fall fram af klettum í námunda við smábátahöfnina á Vopnafirði.
Samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar á Austurlandi barst tilkynning á fjórða tímanum í nótt um slys við smábátahöfnina á Vopnafirði.
Kona á þrítugsaldri hafði fallið fram af klettum og niður í fjöruborðið. Hún var úrskurðuð látin er að var komið.
Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins.