Banaslys á Möðrudalsöræfum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. apr 2011 14:11 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Karlmaður fórst í bílslysi í Langadal á Möðrudalsöræfum í morgun. Fólksbifreið með tveimur karlmönnum fór út af veginum, skammt vestan við veginn til Vopnafjarðar.
Lögreglan á Egilsstöðum fékk tilkynningu um slysið rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Um klukkustund síðar var annar mannanna úrskurðaður látinn en hinn er minna slasaður.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur. Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði rannsakar tildrög slyssins í samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum. Frekari upplýsingar verða ekki gefnar að svo stöddu.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að búið sé að hafa samband við aðstandendur. Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði rannsakar tildrög slyssins í samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum. Frekari upplýsingar verða ekki gefnar að svo stöddu.