Banaslys við Hálslón
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. ágú 2024 12:17 • Uppfært 20. ágú 2024 12:31
Laust fyrir klukkan átta í morgun barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys við Hálslón. Hinn slasaði var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Í tilkynningu lögreglu segir að sjúkralið og lögregla hafi haldið strax á staðinn auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið kölluð til.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu. Frekari upplýsingar er ekki hægt að gefa að svo stöddu.