Skip to main content

Banaslys á veginum um Kambanes

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. maí 2011 12:04Uppfært 08. jan 2016 19:22

05_36_56---the-cross_web.jpgBanaslys varð á veginum um Kambanes í gærkvöldi. Ökumaður á fimmtugsaldri fórst eftir að hafa kastast út úr bílnum.

 

Laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á veginum um Kambanes milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Fólksbifreið hafði farið út af veginum og farið nokkrar veltur.

Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kastaðist út og lést á vettvangi skömmu seinna, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var á fimmtugsaldri.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn málsins í samvinnu við rannsóknarnefnd umferðarslysa. Engar frekari upplýsingar verða gefnar að svo stöddu