Íbúarnir eru hræddir við dýrið

vopnafjordur02_baerinn.jpgHeilbrigðisnefd Austurlands vill að stór hundur á Vopnafirði verði aflífaður eða látinn ganga með múl þegar hann er úti. Hundurinn beit frá sér og íbúar eru sagðir hræddir við dýrið.

 

Heilbrigðisnefnd var kölluð saman til sérstaks fundar í lok júní. Eina málið á dagskrá var mál hunds, fransks masiffs, en lögreglustjórinn á Seyðisfirði hafði tilkynnt óhapp af hans völdum.

Agl.is hefur ekki, þrátt fyrir beiðnir til ýmissa yfirvalda, fengið nánari upplýsingar um atvikið nema að hundurinn hafi „glefsað eða bitið.“ Ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði veist að manneskju.

Í bókun heilbrigðisnefndar segir að málið sé mjög alvarlget og fyrir liggi að íbúar Vopnafjarðar séu „margir hræddir við dýrið.“

Eigendur hundsins eru áminntir að þeir beri fulla ábyrgð á hundinum og öllum þeim skaða sem hann valdi. Nefndin hvetur þá til að hundurinn verði aflífaður til að tryggja að ekki komi til frekari óhappa. Nefndin gerir kröfu um að dýrið verði með múl þegar það er utan dyra.

Hjá HAUST fengust þær upplýsingar að tilmælunum um aflífunina verði ekki fylgt eftir af hálfu eftirlitsins enda aðeins um tilmæli að ræða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.