Orkumálinn 2024

Baráttan snýst um fjórða manninn

Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, segir baráttuna standa milli Sjálfstæðisflokksins og Fjarðalistans um hvor listinn komi að fjórða manninum í bæjarstjórn.

 

ImageBæði framboðin bæta við sig fylgi frá seinustu kosningum, miðað við könnun sem birt var í vikunni. Fjarðalistinn fær fjóra menn kjörna en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, sem er sami fjöldi og þeir hafa nú.

„Könnunin sýnir það einfaldlega að nú snýst þetta um það hvor er inni fjórði maður Sjálfstæðisflokks eða fjórði maður Fjarðalista. Sævar Guðjónsson eða Stefán Már Guðmundsson.“

Jens Garðar segir fjarveru Biðlistans ekki hafa nein teljanleg áhrif á kosningabaráttuna. „Fylgi hans virðist skiptast nokkuð jafnt á framboðin.“

Hann segir umræðuna á lokasprettinum snúast um að „koma böndum á fjármál sveitarfélagsins, standa vörð um skóla og félagsþjónustu og það að taka slaginn með störfunum í Fjarðabyggð á sama tíma og við löðum ný störf til okkar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.