Beint úr krýningunni austur í Fjarðabyggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. maí 2023 17:18 • Uppfært 05. maí 2023 17:26
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands verður í opinberri heimsókn í Fjarðabyggð frá mánudegi til miðvikudags í næstu viku. Hann heimsækir fyrirtæki og stofnanir á svæðinu og hittir fólk á förnum vegi.
Heimsóknin hefst á mánudag og er ráðgert að taka á móti forsetanum í Grænafelli.
Dagskráin er þétt og áætlað að heimsækja öll hverfi Fjarðabyggðar. Víða verður komið við í skólum og litið við hjá eldri borgurum. Forsetinn mun heimsækja nokkur af helstu fyrirtækjum sveitarfélagsins svo sem Síldarvinnsluna, Loðnuvinnsluna, Alcoa, Beljanda, netagerð Egersund og Sköpunarmiðstöðina.
Á þriðjudag klukkan 17:00 er gert ráð fyrir Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði sem er opin almenningi. Eins mun forsetinn hafa viðkomu á snjóflóðasvæðunum í Neskaupstað. Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að flagga íslenska fánanum í tilefni heimsóknarinnar.
Ljóst er að næstu dagar verða annasamir hjá forsetanum. Hann kemur einn austur en um helgina verður hann viðstaddur ásamt komu sinni, frú Elizu Reid, krýningu Karls II Bretakonguns. Samkvæmt tilkynningu forsetaembættisins hófst dagskráin seinni partinn í dag með móttöku í Buckingham-höll en krýningin sjálf verður í fyrramálið.