Berglind Harpa leiðir lista Sjálfstæðisflokks
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. mar 2022 21:52 • Uppfært 12. mar 2022 21:52
Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta var staðfest í prófkjöri flokksins í dag.
Úrslit voru tilkynnt klukkan níu í kvöld. Alls voru greidd 314 atkvæði og voru 302 þeirra gild. Átta voru í framboði í fimm sæti.
Úrslitin urðu sem hér segir:
1. sæti: Berglind Harpa Svavarsdóttir með 199 atkvæði eða 65,9%.
2. sæti: Ívar Karl Hafliðason með 98 atkvæði í 1. - 2. sæti eða 32,4%.
3. sæti: Guðný Lára Guðrúnardóttir með 137 atkvæði í 1. - 3. sæti eða 45,5%.
4. sæti: Ólafur Áki Ragnarsson með 150 atkvæði í 1. - 4. sæti eða 49,7%.
5. sæti: Einar Freyr Guðmundsson með 190 atkvæði í 1. - 5. sæti eða 62,9%.