Skip to main content

Besta fjórhjólaleigan sögð finnast í Hallormsstað

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. mar 2022 14:11Uppfært 15. mar 2022 14:14

„Þeir eru svona að byrja að gera sig gildandi á Íslandi og það var greinilega einhverjum sem fannst kjörið að koma okkur á framfæri við þá,“ segir Elí Þór Vídó, eigandi ferðaþjónustunnar East Highlanders í Hallormsstað.

Fyrirtækið fékk fyrir skemmstu verðlaun sem besta fjórhjólaleiga ársins hjá breska fyrirtækinu Prestige Awards sem sérhæfir sig meðal annars í að kynna og koma á framfæri smærri framúrskarandi fyrirtækjum.

Elí Þór viðurkennir að hafa ekki haft vitneskju um fyrirtækið áður en þeir hafi haft samband og látið vita af þessum heiðri. „Þeir virðast vera nokkuð stórir og hafa verið nokkuð lengi að en eru nú fyrst að byrja á að hafa Ísland með. Við auðvitað þiggjum þetta með ánægju enda skilst mér að tilnefningar þurfi ekki aðeins að koma frá einhverjum sem prófað hefur þjónustuna heldur og gerir sér far um að láta vita af því.“

Fjórhjólavertíðin hjá East Highlanders hefst um mánaðarmótin maí, júní og segir Elí að bókanir fram á sumarið séu góðar og bæði sé um innlenda og erlenda ferðamenn að ræða.

Mynd: Fjórhjólaferðir um einstaka náttúru Hallormsstaðaskógs líður seint úr minni. Mynd East Highlanders