Bifreið fauk á Fagradal

Ekkert ferðaveður er á Austfjörðum þessa stundina, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Fagradal var lokað eftir að bifreið fauk þar á hliðina í morgun.

Þrír einstaklingar voru í bílnum, enginn slasaðist. Tilkynningar hafa borist um fok á lausamunum og þakplötur sem hafa losnað.

Appelsínugul viðvörun var í morgun gefin út fyrir Austfirði. Hún gildir til klukkan þrjú í dag. Lögreglan biður fólk um að bíða með ferðir þangað til.

Fagradal var lokað og er ekki búist við að þar verði opnað fyrr en milli klukkan 13 og 14. Einnig er lokað milli Djúpavogs og Hafnar og yfir Vatnsskarð. Krapi og éljagangur hafa verið á Fjarðarheiði og krapi og skafrenningur á leiðinni um Möðrudalsöræfi en hálkublettir á Jökuldal. Áætlunarflug til Egilsstaða er á athugun.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.