Rafmagnslaust út frá tengivirkinu á Eyvindará
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. jún 2024 10:28 • Uppfært 18. jún 2024 15:24
Rafmagnslaust varð á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Borgarfirði og nærsveitum upp úr klukkan tíu í morgun út frá tengivirki Landsnets við Eyvindará.
Rafmagn fór af upp úr klukkan tíu í morgun og var rafmagnslaust á svæðinu í rúman hálftíma. Svo virðist sem viðskiptavinur, sem var að gera við hitunarketil, hafi framkallað högg á kerfið með þessum afleiðingum. Verið er að skoða hvers vegna rafmangsleysið varð jafn víðtækt og raun ber vitni.
Nánast ár er upp á dag frá því enn stærra svæði á Austurlandi varð rafmagnslaust í nokkra klukkutíma þegar spennir í tengivirkinu ofhitnaði.