Bilun í fjarskiptabúnaði á Suðurfjörðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. júl 2023 14:24 • Uppfært 08. júl 2023 20:17
Bilun kom upp í búnaði á Fáskrúðsfirði í morgun sem hefur áhrif á net- og farsímasamband á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur. Búist er við að viðgerð ljúki um klukkan fimm í dag.
Viðgerðarmenn Mílu og samstarfsaðila eru farnir á staðinn en fá þarf varahluti úr Reykjavík.
Neyðarsímtöl gegnum 112 eru virk.
Bilun hefur áhrif á neðangreinda þjónustu:
Heimilis og fyrirtækjaþjónusta
Stöðvarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Breiðdalsvík
Farsímaþjónusta
Breiðdalsheiði
Breiðdalsvík
Fáskrúðsfjörður
Höskuldsstaðir
Staðarborg
Stöðvarfjörður
Tóarsel
Grænnípa