Skip to main content

Bjargað úr snjóflóði í Stafdal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. mar 2024 17:12Uppfært 02. mar 2024 19:59

Einni manneskju var í dag bjargað úr snjóflóði sem féll í nágrenni skíðasvæðisins í Stafdal. Viðkomandi er á leið undir læknishendur en meiðsli hans virðast ekki stórvægileg.


Tveir einstaklingar voru á ferð þar sem flóðið féll. Annar þeirra grófst undir því en hinn gat veitt hjálp.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er manneskjan sem lenti í flóðinu á leið undir læknishendur en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru viðkomandi „lerkaður.“

Útkall barst klukkan 16:04 en klukkan 16:28 var búið að bjarga manneskjunni úr flóðinu. Allar björgunarsveitir á Austurlandi voru boðaðar og aðilar víðar á svæðinu, þar með talin þyrla Landhelgisgæslunnar, voru tilbúnir til að fara austur til aðstoðar þegar viðkomandi fannst.

Svo virðist sem flóðið hafi verið nokkuð stórt en það var tilkynnt til Veðurstofunnar. Skíðasvæðinu er lokað á meðan metið er hvort frekari hætta sé til staðar.

Mynd úr safni.