Skip to main content

Björgvin Stefán Pétursson ráðinn framkvæmdastjóri hjá YGG

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. feb 2022 13:14Uppfært 01. feb 2022 13:20

Björgvin Stefán Pétursson, lögfræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Yggdrasil Carbon ehf. (YGG)


Björgvin Stefán er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann býr nú ásamt fjölskyldu sinni á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar YGG eru.

„Innkoma Björgvins sem framkvæmdastjóra hjá YGG hefur verið félaginu mikil lyftistöng. Við lítum björtum augum til framtíðar með trú á okkar öfluga teymi og það mikilvæga verkefni að vinna með landeigendum að kolefnisverkefnum sem bæta búsetuskilyrði um allt land, auka lífsgæði okkar allra og afkomenda okkar og eru þjóðhagslega hagkvæm.“ segir Hilmar Gunnlaugsson stjórnarformaður YGG.

YGG leggur áherslu á langtímaverkefni sem skili raunverulegum og mælanlegum árangri, þar sem unnið er samkvæmt viðurkenndum stöðlum við framleiðslu vottaðra kolefniseininga.

„Mér finnst frábært að fá hjá YGG tækifæri til að sameina ástríður mínar fyrir nýsköpun, mannlegum samskiptum, umhverfismálum og auðlindanýtingu um land allt.“ segir Björgvin.

„Við finnum mikinn áhuga á þessum geira og teljum brýnt að þeir sem í honum starfa vandi vel til verka og tryggi að ekki sé um grænþvott eða tvítalningu að ræða. Ísland á mikil tækifæri á þessu sviði ef við vöndum okkur.“