Björgunarafreksfólki veitt viðurkenning
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. okt 2010 22:56 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Sunnudaginn 17. október s.l. voru 33 einstaklingar heiðraðir við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju fyrir þátttöku sína í björgunarafrekinu í Hoffeli í febrúar á þessu ári. Var fólkinu afhent sérstakt viðurkenningarskjal. Þá var Páli og Rimantas sem björguðust færð táknræn gjöf frá starfsfólki Loðnuvinnslunnar hf. Viðurkenningarnar afhentu Friðrik Guðmundsson, stjórnarformaður og Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri.
Prestur var séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Að athöfn lokinni bauð Loðnuvinnslan hf. kirkjugestum til kaffisamsætis í Félagsheimilinu Skrúði, þar sem Eyjólfur Ólafsson lék á rafmagnsorgel fyrir kaffigesti.
Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Austurgluggans.