Björgunarafreksfólki veitt viðurkenning

Sunnudaginn 17. október s.l. voru 33 einstaklingar heiðraðir við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju fyrir þátttöku sína í björgunarafrekinu í Hoffeli í febrúar á þessu ári. Var fólkinu afhent sérstakt viðurkenningarskjal. Þá var Páli og Rimantas sem björguðust færð táknræn gjöf frá starfsfólki Loðnuvinnslunnar hf. Viðurkenningarnar afhentu Friðrik Guðmundsson, stjórnarformaður og Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri.

Prestur var séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Að athöfn lokinni bauð Loðnuvinnslan hf. kirkjugestum til kaffisamsætis í Félagsheimilinu Skrúði, þar sem Eyjólfur Ólafsson lék á rafmagnsorgel fyrir kaffigesti.

Image

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.