Skip to main content

Björgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði í útkall

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. jún 2010 19:34Uppfært 08. jan 2016 19:21

Í dag fór björgunarbáturinn Hafdís í sitt þriðja útkall á tveimur vikum. Klukkan 13:15 höfðu skipverjar á Eddu SU 253 samband við björgunarsveitina Geisla en þá var báturinn vélarvana úti fyrir Nýja Boða.

hafdis_edda_su253.jpgNýji Boði er úti fyrir Fáskrúðs- og Stöðvarfirði. Skipverjarnir á Eddu höfðu árangurslaust reynt að koma vél bátsins í gang. Björgunarsveitarmenn voru komnir að bátnum og búnir að koma honum í tog kl. 14:10. Heimferðin gekk vel og komu þeir með bátinn að landi kl. 17:15.