Skip to main content

Björgunarsveitin Vopni kölluð út til að aðstoða skip með bilaða vél

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. jan 2013 14:08Uppfært 08. jan 2016 19:23

vopnafjordur.jpg
Björgunarsveitin Vopni var kölluð tvisvar út seinni partinn á fimmtudag. Annað skiptið var það til að aðstoða eitt af skipum HB Granda sem var með bilaða vél.

Frá þessu er greint á Vopnafjörður.is. Það var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson sem aðstoðaði Faxa RE 9 til hafnar  en skipið kom inn eftir að vél þess bilaði.

Þá var björgunarsveitin kölluð út til eftir að fjórhjól, sem eldri maður ók, féll niður um þunnan ís. Maðurinn komst í land og varð ekki meint af. Björgunarsveitin kom taug í hjólið og dró á þurrt.