Björn fékk boðskortið

bjorn_ingimarsson_0006_web.jpgStjórnendur Hörpu virðast ómeðvitað hafa blandað sér í áratuga langa og harðvítuga deilu milli Héraðs og Fjarða um hvar höfuðstaður Austurlands sé þegar þeir buðu bæjarstjóra sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs að vera viðstaddur opnun hússins á föstudagskvöld.

 

Samkvæmt gestalista sem fréttavefur DV birti var sveitarstjóra höfuðstaðar hvers landsfjórðungs boðið til opnunarinnar. Agl.is hefur fengið það staðfest að Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, var boðið til opnunarinnar. Á móti fer engum sögum af boðskorti Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjórar Fjarðabyggðar.

Íbúar sveitarfélaganna tveggja hafa árum saman eldað grátt silfur saman, ýmis í gamni eða alvöru, um hvar höfuðstaður Austurlands sé. Segja má að með boði sínu hafi stjórnendur hins nýja tónlistarhúss þjóðarinnar ómeðvitað tekið afstöðu í þessari deilu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.