Björn Ingimarsson næsti bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

Björn Ingimarsson verður næsti bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Tilkynnt verður um ráðningu hans á bæjarstjórnarfundi sem hófst klukkan fimm.

bjorn_ingimarsson.jpg

Björn var áður sveitarstjóri Langanesbyggðar en lét af störfum þar í fyrravor þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Síðan hefur hann starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á Akureyri.

Björn er fæddur 30. desember árið 1954, stúdent frá MA og hagfræðingur frá háskólanum í Gautaborg.

Áður en hann varð sveitarstjóri Langanesbyggðar var hann sveitarstjóri Þórshafnarhrepps og þar áður fjármálastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Hann hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, stofnana og nefnda á vegum sveitarfélaga.

Björn er kvæntur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur förðunarfræðingi og eiga þau sex börn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.