Björn Ingimarsson næsti bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 12. júl 2010 17:00 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Björn Ingimarsson verður næsti bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Tilkynnt verður um ráðningu hans á bæjarstjórnarfundi sem hófst klukkan fimm.
Björn var áður sveitarstjóri Langanesbyggðar en lét af störfum þar í fyrravor þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Síðan hefur hann starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á Akureyri.
Björn er fæddur 30. desember árið 1954, stúdent frá MA og hagfræðingur frá háskólanum í Gautaborg.
Áður en hann varð sveitarstjóri Langanesbyggðar var hann sveitarstjóri Þórshafnarhrepps og þar áður fjármálastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Hann hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, stofnana og nefnda á vegum sveitarfélaga.
Björn er kvæntur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur förðunarfræðingi og eiga þau sex börn.
Björn er fæddur 30. desember árið 1954, stúdent frá MA og hagfræðingur frá háskólanum í Gautaborg.
Áður en hann varð sveitarstjóri Langanesbyggðar var hann sveitarstjóri Þórshafnarhrepps og þar áður fjármálastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Hann hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, stofnana og nefnda á vegum sveitarfélaga.
Björn er kvæntur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur förðunarfræðingi og eiga þau sex börn.