Blotnaði varla þegar bíllinn endaði úti í sjó
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. des 2010 16:06 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Hilmir Arnarson, íbúi á Fáskrúðsfirði, slapp með skrekkinn þegar bíll hans fór út við Fáskrúðsfjörð í gær og endaði úti í sjó. Hann segist varla hafa blotnað og aldrei orðið kalt.
„Mér brá alveg óskaplega og mig grunar að ég hafi blótað heil ósköp,“ er haft eftir Hilmi, sem var að koma frá Egilsstöðum, í DV í dag .
Hann segir afturdrifinn jeppling sinn hafa lent á hálkubletti og snúist út af veginum. Eftir það stefndi bíllinn einfaldlega út í sjó án þess að Hilmir réði neitt við neitt.
Hilmi gekk vel að komast út úr bílnum, hafði sig upp á húddið og óð síðan í land. Hann slaðist ekki og segir að honum hafi aldrei orðið kalt.
Hann segir afturdrifinn jeppling sinn hafa lent á hálkubletti og snúist út af veginum. Eftir það stefndi bíllinn einfaldlega út í sjó án þess að Hilmir réði neitt við neitt.
Hilmi gekk vel að komast út úr bílnum, hafði sig upp á húddið og óð síðan í land. Hann slaðist ekki og segir að honum hafi aldrei orðið kalt.