Skip to main content

Boðað til íbúafundar um mögulegan vindorkugarð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. mar 2022 15:29Uppfært 29. mar 2022 13:36

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps, í samvinnu við Orkugarða Austurlands, hefur boðað til íbúafundar á morgun til að kynna hugmyndir um byggingu og starfrækslu vindorkugarðs í sveitarfélaginu.


Eins og Austurfrétt hefur greint frá hafa sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu við OGA um könnun á möguleikum á vindorkunýtingu í sveitarfélaginu.

Orkugarðar Austurlands eru í mestu að eigu Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) sem í samvinnu við Landvirkjun, Fjarðabyggð og fleiri fyrirtæki vinnur að hugmyndum um stofnun orkugarðs á Reyðarfirði.

Meðal þeirra sem taka til máls á fundinum á morgun verða lögfræðingur hreppsins, sveitarstjóri auk fulltrúa CIP. Fundurinn verður í félagsheimilinu Végarði og hefst klukkan 17:00.