Boðað til verkfalls í íþróttamannvirkjum í Neskaupstað
Starfsmenn í sundlauginni í Neskaupstað verða meðal þeirra félaga Kjalar stéttarfélags sem leggja niður vinnu um hvítasunnuna. Verkfallið er hluti af aðgerðum aðildarfélaga BSRB.Starfsmennirnir Neskaupstað til heyra Kili eftir að Starfsmannafélag Fjarðabyggðar gekk í félagið í lok árs 2021.
Starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja innan Kjalar samþykktu að leggja niður vinnu um hvítasunnuna í atkvæðagreiðslu, sem lauk í gær. Verkfallið verður dagana 27., 28. og 29. maí.
Verkföllin fylgja eftir aðgerðum innan BSRB. Verkföll eru áformuð hjá starfsfólki leik- og grunnskóla, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi eftir helgi. Af hálfu BSRB er meðal annars þrýst á um að launahækkunin gildi frá 1. janúar eins og um var samið á almenna markaðinum.
Víðtækari aðgerðir eru í skoðun hjá aðildarfélögum BSRB. Á Austurlandi eru það FOSA og Kjölur fyrir utan félög ákveðinna stétta svo sem Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningafélags, Sjúkraliðafélagið og Landssamband lögreglumanna.