Skip to main content

Börkur áfram aflahæstur á loðnuvertíðinni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. jan 2022 09:52Uppfært 28. jan 2022 09:53

Börkur NK er áfram aflahæsta skipið á yfirstandandi loðnuvertíð. Börkur hefur landað tæpum 15.400 tonnum í átta löndunum. Vopnafjörður er aflahæsta höfnin það sem af er með tæp 35.800 tonn.


Þetta kemur fram í vikulegu fréttbréfi vefsíðunnar lodnufrettir.is. Þar segir einnig að áætluð verðmæti fyrir loðnuvertíðina hingað til er um 14,6 milljarðar kr.

„Í vikunni tóku glöggir notendur eftir að verðmætin hoppuðu upp og niður milli daga en í ljós kom að algrím loðnufrétta var í smá vandræðum eftir uppfærslu á síðunni,“ segir í fréttabréfinu.

„Í kjölfarið ákváðum við að uppfæra forsendur útreikninga í samráði við þá sem þekkja til (svokallaða loðnuhvíslara) og þá kom í ljós að við vorum að áætla lægri nýtingu og lægra meðalverð p. hráefnistonn fyrir mjöl og lýsi heldur en nýjustu tölur sýna fram á. Við biðjumst velvirðingar á þessu en teljum töluna núna standa nokkuð nærri lagi og endurspegla betur verðmætasköpunina nú þegar tæplega þriðjungur af úthlutuðu aflamarki er kominn á land.“