Skip to main content

Borgarfundur um málefni HSA

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. okt 2010 15:30Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageSamband sveitarfélaga á Austurlandi boðar til opins borgarafundar um málefni Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sunnudaginn 10. október klukkan 15:00.

 

„Í fjárlagafrumvarpi sem lagt hefur verið fram er boðaður gríðarlegur niðurskurður á fjárframlögum til HSA. Ef af þessum niðurskurði verður er ljóst að verið er að færa þjónustu í heilbrigðismálum á Austurlandi marga áratugi aftur í tímann og vega með alvarlegum hætti að búsetuskilyrðum á Austurlandi,“ segir í tilkynningu SSA.

„Stjórn SSA hefur áður samþykkt harðorð mótmæli gegn boðuðum niðurskurði og hvetur nú alla Austfirðinga til að fjölmenna á fundinn, sýna samstöðu og mótmæla þessum áformum ríkisvaldsins.“