Braust inn hjá lögreglunni á Eskifirði

eskifjordur_eskja.jpgLögreglan á Eskfirði hafði snör handtök þegar brotist var inn í bænum í seinustu viku. Hinn bíræfni þjófur braut sér leið inn á sjálfa lögreglustöðina.

 

Frá þessu greinir fréttavefurinn Vísir í dag. Þrettán ára unglingur braut stóra rúðu og kom sér inn á stöðina. Við það fór öflugt þjófavarnarkerfi í gang og lögreglumenn náðu stráknum á fyrstu mínútunum eftir innbrotið.

Mál hans hefur verið sent barnaverndaryfirvöldum.

Þetta mun vera í annað sinn í sögunni sem brotist er inn á stöðina. Í bæði skiptin hafa gestirnir verið gripnir snarlega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.