Braust inn hjá lögreglunni á Eskifirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. des 2010 15:51 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Lögreglan á Eskfirði hafði snör handtök þegar brotist var inn í bænum í
seinustu viku. Hinn bíræfni þjófur braut sér leið inn á sjálfa
lögreglustöðina.
Frá þessu greinir fréttavefurinn Vísir í dag. Þrettán ára unglingur braut stóra rúðu og kom sér inn á stöðina. Við það fór öflugt þjófavarnarkerfi í gang og lögreglumenn náðu stráknum á fyrstu mínútunum eftir innbrotið.
Mál hans hefur verið sent barnaverndaryfirvöldum.
Þetta mun vera í annað sinn í sögunni sem brotist er inn á stöðina. Í bæði skiptin hafa gestirnir verið gripnir snarlega.
Mál hans hefur verið sent barnaverndaryfirvöldum.
Þetta mun vera í annað sinn í sögunni sem brotist er inn á stöðina. Í bæði skiptin hafa gestirnir verið gripnir snarlega.